Pósturinn ber yfirskriftina: Að nema nýjar lendur
Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar bað félaga sína í Samherja um ráðleggingar varðandi það hvernig beita mætti blekkingum á Grænlandi til að komast mætti yfir veiðiheimildir og afla velvildar heimamanna. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, óskaði eftir leiðbeiningum um hvernig hægt væri að blekkja Grænlendinga til að fá kvóta og velvild í landinu. Þetta kemur fram í tölvupóstsamskiptum á milli Gunnþórs, Aðalsteins Helgasonar, Jóhannesar Stefánssonar og ónefndum einstaklingi hjá Samherja, sem hefur netfangið siggi@samherji.is. Samskiptin áttu sér stað í apríl 2014, og er hluti tugþúsunda skjala sem Wikileaks hefur birt. Umræddur póstur Gunnþórs, sem birtur er orðrétt, var sendur 30. apríl 2014.
Pósturinn ber yfirskriftina: Að nema nýjar lendur
„Sælir félagar. Þannig er mál með vexti að vinir okkar í Grænlandi, Henrik Leth, var að biðja mig að setja niður fyrir sig hvað þyrfti til í fjárfestingum, veiðum, vinnslu og hafnarmannvirkjum ef menn myndu vera setja upp fiskimjöls og uppsjávarverksmiðju í Ammasalik austurströnd Grænlands,“ skrifar Gunnþór. Henrik Leth er stjórnarformaður Polar Seafood sem mun vera stærsta fyrirtæki í einkaeigu á Grænlandi.
Þá spyr Gunnþór einnig í tölvupósti hvort Samherjamenn séu ekki með einhverja punkta um hvernig þeir eigi samskipti við yfirvöld í Namibíu.
Gunnþór Ingvason, sendi eftirfarandi tölvupóst til Samherja: „Hann er ekki að hugsa um að setja neitt upp, heldur eru einhverjir heimamenn í Grænlandi með einhverja með sér í því að reyna ná kvótum og goodwill af stjórnvöldum með því að þykjast vera fara byggja upp á Austur Grænlandi. Eigið þið ekki tilbúna einhverja svona punkta þó svo að þeir eigi við um Afríku?“
Samherjamenn voru mjög fljótir að svara beiðni Gunnþórs:
„Það er kannski spurning um að taka frá Marokkó, hvað segirðu um það?“ spyr Jóhannes í svarskeyti og beinir þá spurningunni til áðurnefnds Sigga.
„Gunnþór, ertu að leitast eftir einhverju ýtarlegu eða bara í kynningarformi?“ spyr hann síðan stjórnanda Síldarvinnslunnar.
„Nei, bara punktum hvað þarf,“ svarar Gunnþór Ingvason.
Aðalsteinn Helgason var einn af lykilstarfsmönnum Samherja í á þriðja áratug þar til hann lét af störfum 2016, sama ár og Jóhannes Stefánsson
https://gamli.frettatiminn.is/2019/11/14/thingmadur-stigur-fram-thad-stod-til-ad-raena-thessari-nyju-audlind-fyrir-framan-nefid-a-thjodinni/