• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Login
Fimmtudagur, 21. september 2023
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
Frettatiminn
No Result
View All Result

Rannsóknir á rakaskemmdum

ritstjorn by ritstjorn
15. nóvember 2020
in Fréttir, Innlent
0
Share on FacebookShare on Twitter

Í tilefni af umfjöllun um rannsóknir á rakaskemmdum í mannvirkjum áréttar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að áhersla er lögð á að efla rannsóknir í byggingariðnaði og tryggja samfellu í samfélagslega mikilvægum rannsóknum á borð við þær sem snúa að rakaskemmdum og myglu í mannvirkjum. 

Óháður samkeppnissjóður um bygginga- og mannvirkjarannsóknir, sem settur verður á fót í kjölfar samþykktar laga um opinberan stuðning við nýsköpun, mun opna opinbert styrkjaumhverfi fyrir rannsóknir háskóla, stofnana og atvinnulífs á þessu sviði. Umsóknir í sjóðinn verða metnar af faglega skipaðri valnefnd. Áhyggjur af hagsmunaárekstrum þar að lútandi eiga ekki við rök að styðjast, enda eru óháðir samkeppnissjóðir alþekkt leið til að styðja við rannsóknir á öllum sviðum.

Auk áherslu á rannsóknir í byggingariðnaði vill ráðuneytið stuðla að því að prófanir á byggingavörum verði framkvæmdar af faggildum aðilum í samræmi við alþjóðlegar gæðakröfur. Í þeim tilfellum sem verkfræðistofur tækju að sér hlutverk við prófanir á byggingarvörum og yrðu mögulega svonefndir tilkynntir aðilar af hálfu stjórnvalda, er gerð krafa um faggildingu samkvæmt lögum um byggingarvörur. Eitt skilyrði þess að prófunarstofa geti öðlast faggildingu á tilteknu sviði er að prófunarstofan sé hlutlaus, óháð hagsmunaaðilum og sjálfstæð, að öðrum kosti getur hún misst faggildingu sína.

Með tilkomu slíkrar stofu mun fyrirkomulag prófana verða í betra samræmi við það sem almennt gerist á Evrópska efnahagssvæðinu.

Discussion about this post

  • Bubbi er ósáttur

    Bubbi er ósáttur

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • ,,Ef þetta er rétt vantar um 20 milljarða í íslenskt hagkerfi á hverju ári“

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Umferðarslys á höfuðborgarsvæðinu

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Reyndist ekki vera leiðindaskarfur

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Mikilvægum áfanga náð í undirbúningi Sundabrautar

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
ADVERTISEMENT

Fréttatíminn © 2023

No Result
View All Result
  • Home
  • Landing Page
  • Buy JNews
  • Support Forum
  • Contact Us

Fréttatíminn © 2023

Welcome Back!

Login to your account below

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Are you sure want to unlock this post?
Unlock left : 0
Are you sure want to cancel subscription?