-2.2 C
Reykjavik
Miðvikudagur - 1. febrúar 2023
Auglýsing

Mútumálin í Namibíu á hraðri leið til dómstóla

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Namibíska rannsóknarlögreglan er nú að rannsaka fiskveiðikvóta upp á 900 milljónir Namibíudala sem úthlutað var til ríkisfyrirtækis  Namibíu (Fishcor) á árunum 2014 til 2019, þar af voru að minnsta kosti 100 milljónir N dollarar sem mútugreiðslur til „lykilmanna“
Namibian fjallaði um málið og hefur eftir heimildarmönnum að mútur hafi jafnvel verið greiddar sem nemi um 150 milljónum namibískum dollurum í vasa vel tengdra stjórnmálamanna og kaupsýslumanna. Fyrir fiskveiðikvóta sem Namibía veitti til Angóla.

Angóla málið á hraðri leið til dómstóla

Talið er að rannsóknarlögreglan sé að rannsaka sönnunargögn frá árunum 2012 til 2016, þar með talin skjöl frá Jóhannesi Stefánssyni, sem var framkvæmdastjóri sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja. Verið er að rannsaka bankafærslur til Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.

Jóhannes Stefánsson er lykilvitni í Namibíu vegna Samherjamálsins

Jóhannes Stefánsson lýsti Fishcor sem hluta af umfangsmikilli spillingarmiðstöð sem notuð var til að miðla peningum til stjórnmálamanna, viðskiptafélaga þeirra, ættingja og Swapo-flokksins í meira en fimm ár. Samkvæmt yfirlýsingu Jóhannesar Stefánssonar og miklu magni af gögnum sem hann hefur afhent, útvegaði sjávarútvegsráðherrrann, Esau, Fishcor kvóta sem nam meira en 360 000 tonnum af hestamakríl frá 2014 til 2019.
Útreikningar Namibian sýna að 360 000 tonn af makríl sem Fishcor úthlutaði gæti veitt 756 000 nemendum 4 760 máltíðir í skólum landsins til næstu ára. Esau færði Fischor þennan kvóta undir því yfirskini að „markmið stjórnvalda væri að halda uppi atvinnu og fjárfestingu í sjávarútvegi“.
Fyrsta úthlutun af þessum 360 000 tonnum sem Esau úthlutaði Fishcor – er metinn á N$ 35 milljónir sem var gefin út árið 2014. Hæstiréttur komst hins vegar að því að þetta var ólöglegt þar sem innlenda útgerðarfyrirtæki áttu ekki rétt á kvóta hrossamakríl. Síðar á því ári breytti Esau, með stuðningi Shanghala og ríkisstjórninni, lögunum í gegnum þingið til að heimila sjávarútvegsráðherra vald til að úthluta fiskveiðikvóta til Fishcor.
Á þeim tíma var Fishcor undir forystu James Hatuikulipi, framkvæmdastjóra Investec Asset Management Namibíu. James er frændi Tamson ‘Fitty’ Hatuikulipi, sem er tengdasonur Esau.
Báðir hafa verið handteknir fyrir peningaþvætti og mútugreiðslur ásamt Esau, fyrrum dómsmálaráðherra, Sacky Shanghala, setti Ricardo Gustavo, yfirmann viðskiptavina Investec í Namibíu, og öðrum ættingja James Hatuikulipi, Pius ‘Taxa’ Mwatelulo.
Heimildarmenn sem þekkja til rannsóknar lögreglunnar, sögðu að í upphafi hafi verið greiddir 100 milljónir dala af Fishcor til „lykilmanna í Namibíu“ og hafi peningarnir þegar verið raktir til bankareikninga sem tilheyra namibískum stjórnmálamönnum og viðskiptamönnum.
Spurningum sem sendar voru til starfandi sjávarútvegsráðherra, Albert Kawana á mánudag, hefur ekki verið svarað. Framkvæmdastjóri sjávarútvegsráðuneytisins, Moses Maurihungirire, staðfesti við Namibian á miðvikudag að tölur um úthlutaðan fiskveiðikvóta væru réttar. Bennett Kangumu, stjórnarformaður Fishcor, neitaði að tjá sig um málið.

Lötu Namibíumennirnir

Jóhannes Stefánsson sagði að áætlunin um að njóta góðs af Fishcor hefði byrjað strax árið 2012. „Lykilmennirnir í Namibíu höfðu gert áætlanir um það og unnu hart að því máli frá árinu 2012 að fá kvóta í hestamakríl, með einum eða öðrum hætti, til að hagnast persónulega á því og græða eins mikið fé á því og mögulegt var,“ sagði hann.
Íslenska fyrirtækið Samherji hrósaði happi yfir því að sögn, á fundi félagsins árið 2012 í Þýskalandi að það væri vitað að Namibíumenn væru letingjar og þá var um það fjallað að það yrði að komast í samband við sjávarútvegsráherrann, Esau. Samherji náði því markmiði sínu og varð stór kvótahafi í fiskveiðum í Namibíu á aðeins þremur árum.
Fishcor er einnig kennt um að hafa lækkað verð á hestamakríl með því að selja það til íslenska sjávarréttarrisans Samherja á aðeins næstum helming af markaðsverði. Þessi aðferð hafði þau áhrif á minni útgerðarfyrirtæki að þau neyddust til að selja fiskinn sinn á helmingi lægra verði.
Jóhannes Stefánsson staðfesti þetta í yfirlýsingu til yfirvalda í Namibíu. Hann sagði að verð á hestamakríl hefði verið lækkað úr N$ 3 000 tonnið í N$ 1 800 fyrir tonnið, fyrir Samherja.
Mike Nghipunya, starfandi framkvæmdastjóra Fishcor, er lýst af lögreglu sem framkvæmdaraðili flestra vafasamra samninga, en það eru ásakanir sem hann hefur neitaði fyrir áður. Hann var í forsvari fyrir Fishcor þegar það greiddi Sisa Namandje Inc Trust óútskýrðar 17,5 milljónir N$ 2015 og 2017. Namandje neitaði að skýra frá ástæðum þeirrar greiðslu og vitnaði í trúnað viðskiptavina. Hann neitaði öllu.
Þá segir að afhjúpun um allar þær mútgreiðslur sem hafi átt sér staði vegna kvótamála í Namibíu, útiloki 15 ára tryggingu á fiskveiðikvóta sem gerður var af Fishcor. Namibian greinir einnig frá því að Esau hefði afhenti Fishcor kvóta upp á meira en 1,8 milljarða dala á tímabili upp á 15 ár.
https://frettatiminn.is/2019/12/14/bjorgolfur-segir-fangelsun-stjornmalamanna-i-namibiu-ekki-vegna-mutugreidslna-fra-samherja/