Rétt fyrir átta í kvöld urðu tveir öflugir jarðskjálftar við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga, nærri Grindavík. Báðir voru 3,6 að stærð.
Við sögðum frá því í morgnu að snarpur jarðskjálfti, 3,5 að stærð, varð rétt fyrir klukkan átta í morgun og í kjölfarið voru eftirskjálftar í allan dag.
Virknin virðist vera að aukast og fleiri skjálftar sem eru að svipaðri stærð, að bætast við.
Tilkynningar hafa borist Veðurstofunni um að skjálftinn hafi fundist frá byggð í grennd, til dæmis Grindavík, Keflavík á Höfuðborgarsvæðinu og Akranesi.
328 skjálftar hafa verið mældir í dag og langflestir við Fagradalsfjall .
https://www.vedur.is/skjalftar-og-eldgos/jardskjalftar/reykjanesskagi/#view=table
https://gamli.frettatiminn.is/2019/12/15/jardskjalfti-fannst-vel-a-hofudborgarsvaedinu/