LÖGREGLAN handtók í gærkvöldi tvo menn í Namibíu fyrir að hafa reynt að hindra áframhaldandi rannsókn á spillingarhneykslismáli tengdu mútum og peningaþvætti þar sem Samherji kemur við sögu.
Talsmaður lögreglunnar, Kauna Shikwambi, sem staðfesti handtökuna við dagblaðið Namibian, sagði að þessir tveir aðilar verði ákærðir fyrir að hafa spillt eða hindrað lögmætt réttarfar.
Namibian hefur upplýsingar um að hinir grunuðu hafi verið gripnir í aðgerðum sínum við að reyna að ná tölvugögnum og skjölum af hörðum diskum í tölvum sem tengjast spillingarmálunum.
Skjölin sem þeir reyndu að fjarlægja höfðu að geyma mjög mikilvæg gögn við áframhaldandi rannsókn á mútu og peningaþvættismálinu.
https://gamli.frettatiminn.is/2019/12/15/mutumalin-i-namibiu-a-hradri-leid-til-domstola/