-4.2 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 9. febrúar 2023
Auglýsing

Líkamsárás í heimahúsi á Bíldudal

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

.

Tilkynnt var um líkamsárás í heimahúsi á Bíldudal aðfararnótt sunnudags. Maður sem kom heim til sín að kvöldi til þegar tveir ókunnugir menn hleyptu sjálfir sér inn hjá honum. Hann kvaðst ekki hafa þekkt þá og reynt að koma þeim út en þá réðust þeir að honum. Hann bar áverka eftir árásina en ekki er vitað hvað gekk mönnunum til. Málið er í rannsókn. Þetta og fleira kemur fram í pósti lögreglunnnar á Vestfjörðum:

Grjóthrun varð á Djúpveg í Hestfirði sl. sunnudag. Um var að ræða bjarg á stærð við líltinn fólksbíl sem losnaði úr hlíðinni og valt út á veginn. Vegagerðinni var gert viðvart og bjargið var fjarlægt. Mikilvægt er að ökumenn gæti vel að sér, ekki síst þegar myrkur er eða skuggsýnt. Alltaf er möguleiki á grjótrhuni eða snjóspýjum út á veg, þegar þannig viðrar.
.
Þá þurfti í tvígang í vikunni að aðstoða ferðalanga sem áttu í vandræðum vegna veðurs. Á þriðjudag óskaði ökumaður eftir aðstoð á Skápadalshlíð á Örlygshafnarvegi eftir að hafa fengið á sig vindhviðu sem varð til þess að bíllinn snerist á veginum. Eftir það hékk bifreiðin á vegbrúninni en ökumaður gat ekki hreyft hann sökum hálku. Á föstudag var ökumaður í vandræðum á Gemlufallsheiði.
.
Einhver gat ekki beðið til áramóta með því að skjóta upp flugeldum á Ísafirði en í gær skotið var upp flugeldum á höfninni. Viðkomandi var stöðvaður á leið sinni af vettvangi og játaði að hafa staðið fyrir skotinu. Var hann áminntur fyrir verknaðinn.
Athygli er vakin á að almenn notkun flugelda er ekki leyfð nema frá 28. desember til 6. janúar frá kl. 10:00 til 22:00 og alla nýársnótt samkvæmt reglugerð um skotelda: https://www.reglugerd.is/…/innanrikisraduneyti/nr/20543

Enginn er í einangrun vegna covid-19

Enginn er í einangrun vegna covid-19 á Vestfjörðum svo vitað sé. Enginn er heldur í sóttkví. Hins vegar eru 13 manns í skimunarsóttkví, en það eru einstaklingar sem eru nýkomnir erlendisfrá og hafa annað hvort valið 14 daga sóttkví eða tvær sýnatökur, en þeir þurfa að biða í sóttkví eftir niðurstöðu úr seinna sýninu.
Afar mikilvægt er að fólk sem er í sóttkví virði þær reglur og fyrirmæli sem um þá gilda.
.
Nánast daglega eru sýnatökur hjá heilsugæslunni hjá einstaklingum sem finna fyrir flensueinkennum.
Við getum verið ánægð með hversu vel gengur á Vestfjörðum, þessa dagana, að halda veirunni í skefjum. En jafnmikilvægt að við séum á varðbergi og förum eftir öllum leiðbeiningum og reglum um sóttvarnir. Staðan getur hæglega breyst á skömmum tíma. Þetta er ekki alveg búið.