-0.2 C
Reykjavik
Þriðjudagur - 31. janúar 2023
Auglýsing

Jólablað Sportveiðiblaðsins er komið út – Sportveiðiblaðið 40 ára!

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Jólablað Sportveiðiblaðsins er komið út. Í þessu tölublaði er farið um víðan völl eins og vanalega. Í þessu tölublaði er viðtal við stjörnubakarann Jóa Fel og m.a. forsíðuviðtal við Brynjar Þór Hreggviðsson en hann veiðir mikið bæði með byssu og á stöng. Einnig er flott viðtal við Önnu Leu Friðriksdóttur varðandi Grænlandsferð veiðifélagsins Barmanna og Árni Baldursson segir frá veiðum í Kanada. Í blaðinu er ný og glæsilegt veiðistaðalýsing á efra svæði Stóru-Laxár auk þess sem fjölmargir veiðimenn og -konur birta pistla og veiðisögur í blaðinu.

Það ætti því enginn að fara í jólaköttinn þó svo bókaútgáfa sé af skornum skammti um þessi jól! Sportveiðiblaðið hefur verið gefið út í 40 ár og má segja að það sé ótrúlegt að halda úti slíkri útgáfa með þessum myndarskap.

Gunnar Bender ritstjóri Sportveiðiblaðsins

,,Við leggjum okkur fram við að bjóða lesendum upp á gæða efni allt árið segir Gunnar Bender ritstjóri Sportveiðiblaðsins til 40 ára.

Þá erum við einnig með veiðivefinn Veiðar.is til þess að halda veiðimönnum upplýstum daglega um hvað beri hæst í veiðinni hverju sinni. Þar eru fluttar veiðifréttir daglega, bæði af stanga- og skotveiðinni.“ Sagði Gunnar Bender ritstjóri Sportveiðiblaðsins og vefsins Veiðar.is

Sportveiðiblaðið 40 ára!

Sportveiðiblaðið kom fyrst út árið 1982 og eru því 40 ár síðan fyrsta tölublaðið leit dagsins ljós. Gunnar Bender ritstjóri blaðsins hefur staðið vaktina með glæsibrag og hafa birtst mörg hundruð viðtöl, veiðistaðalýsingar og ýmsar greinar héðan og þaðan um stanga- og skotveiðar.
Á vormánuðum er von á glæsilegu afmælisblaði sem byrjað er að undirbúa. Sért þú ekki áskrifandi nú þegar hvetjum við þig til að gerast áskrifandi á þessum tímamótum www.sportveidibladid.is/askrift og fá blaðið inn um lúguna þegar það kemur út auk þess sem áskrifendur njóta 42% afslátt!
Fylgist með en við stefnum á að birta ýmis gömul viðtöl og skemmtilegheit hér á árinu!