Eru meðlagsgreiðslur ekki að verða svolítið barns síns tíma? Þar sem undirritaður þekkir til þá deila fráskildir foreldrar tíma til jafns með börnum sínum. Þannig deilist líka gjarnan kostnaður við börnin á milli aðila. Þetta er ekki algilt og stundum eru aðstæður öðruvísi. En það er eins og að löggjafinn reikni ætíð með því að sá sem er með lögheimilið sé líka sá sem standi straum af öllu heimilshaldi og öðrum kostnaði við börnin.

Þetta kerfi átti við þegar konur voru heima og hugsuðu um börn og bú. Karlarnir voru þá gjaran eina fyrirvinnan. En nú er það svo að konan er jafnvel í hærra launuðu starfi en karlinn. Samt fá konur gjarnan meðlagsgreiðslur.
Þegar þannig stendur á að konan er í mun betra starfi en karlinn og heldur jafnvel húsinu eins og oft gerist þá er þessi byrði á hinn aðilann afar ósanngjörn. En kerfið breytist ekkert. Kvennalistinn og fleiri hópar hafa beitt sér mjög fyrir því að jafna kjör og stöðu karla og kvenna. En það heyrist aldrei hljóð úr þeim ranni er meðlagið ber á góma.
Er þá jafnréttið aðeins réttlæti annars aðilans?
Umræða