Þrítugur maður lést á Klambratúni – ,,Fólk hefur ítrekað frosið í hel á Íslandi“
Kerfið bregst: Raunveruleg dæmi um að fólk hafi frosið í hel
Sláandi viðtal var tekið við þau Kristján Arnar Elíasson, Þollý Rósmundsdóttur söngkonu og Sigfús Valdimarsson í þætti í þætti Kristjáns Arnar Elíassonar á Útvarpi Sögu sem er í heild sinni hér að neðan.
,,Þeir sem eiga í fínkivanda að stríða, ásamt því að vera heimilislausir eru mjög afskiptur hópur sem reynir hvað sem hann getur til þess að bjarga sér og lífi sínu. Kerfið gerir lítið sem ekkert fyrir þetta fólk. Því höfum við hér raunveruleg dæmi um að fólk hafi hreinlega frosið í hel vegna þess að það átti ekki í nein hús að venda. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Kristins Magnússonar sem er fíkill í bata og þekkir þá stöðu sem þessi hópur er í en Kristinn var gestur í þætti Kristjáns Arnar Elíassonar ásamt Þollý Rósmundsdóttur söngkonu og Sigfúsi Valdimarssyni.
Ungur maður lést á Klambratúni
Í þættinum sagði Kristinn frá því að einn kunningi hans sem var rétt um þrítugt og var einn af þessum hópi hafði ekki fengið inni í gistiskýlinu kvöld eitt. Ástæðan er sú að fjölmargir sem eru heimilislausir leita þangað og plássið er takmarkað og því gildir reglan að fyrstir koma fyrstir fá svefnpláss. Þrítugi maðurinn var hins vegar óheppinn eitt kvöld og fékk ekki gistipláss svo hann gerði það sem margir sem eru í þessari stöðu þurfa að gera, það er að redda sér öðrum næturstað. Þetta kvöld var afar kalt í veðri og leitaði ungi maðurinn skjóls í runna á Klambratúni og fannst þar því miður látinn morguninn eftir.
Útigangur er nýtt lag um ástandið
Atvikið situr mjög í Kristni og er honum hugleikið sem varð honum yrkisefni. Því samdi hann texta um stöðu þessa fólks og fékk svo í lið með sér söngkonuna Þollý og hafa þau gefið út lag sem nefnist Útigangur. Eins og lagið ber með sér fjallar textinn um það hvernig útigangsmenn hafa þurft að reyna að komast af á götunni oft við mjög erfiðar aðstæðu og þá fjallar textinn um það hvernig kerfið hefur brugðist þessu fólki.
Vantar fleiri úrræði
Kristinn segir unga manninn því miður ekki vera eina dæmið um fólk úr þessum hópi sem hafa orðið úti. Hann sjálfur hafi verið það heppinn að þegar hann var á þessum stað hafi hann getað fengið gistingu hjá vinum en oft á tíðum hafi hann þurft að leita skjóls á stöðum sem hann segir hafa verið hreysi. Það vanti mjög mikið upp á hjálpina. Sigfús sem einnig var gestur í þættinum er í góðri stöðu í dag. Hann dvelur á Draumasetrinu sem er áfangaheimili fyrir óvirka alkahólista og batinn hafi bjargað honum.“
Hlusta má á ítarlegri umfjöllum um aðstæður heimilislausra í spilara Útvarps Sögu hér að neðan