Það er ljóst að ný einkavæðing banka verður á dagskrá þjóðfélagsumræðna næstu misseri. Hvítbók um bankana liggur fyrir og verður væntanlega grundvöllur þeirra umræðna. Í ljósi fenginnar reynslu af fyrri einkavæðingu verða vafalaust efasemdir af margvíslegu tagi um nýja einkavæðingu.
Eitt af því, sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur nefnt er að ríkið haldi 30-40% hlut í Landsbankanum. Með því er hann bersýnilega að koma til móts við sjónarmið þeirra, sem telja að fenginni reynslu að ríkið eigi að halda einhverjum eignarhlut í bankakerfinu.
Í þeim umræðum, sem framundan eru verður að ræða af fullri hreinskilni alla þætti þessa máls. Eitt af því, sem verður erfitt í slíkri sameign ríkis og einkaaðila að Landsbanka er einfaldlega hvernig þeirri sambúð yrði háttað. Eignarhlutur af þeirri stærðargráðu, sem Bjarni nefnir er nánast ráðandi hlutur en kallar þó á samstarf við þá einkaaðila, eða einhverja þeirra, sem hlut ættu í bankanum á móti ríkinu.
Þá mundu koma til sögunnar margvísleg persónuleg tengsl, hagsmunatengsl, pólitísk tengsl o.sv.frv. Og fyrirsjáanlegt er að slíkt samstarf mundi mótast af því hverjir væru við völd hverju sinni á Alþingiog í stjórnarráðinu.
Þetta yrði snúin sambúð og ekki alltaf friðsamleg.“ Segir Styrmir Gunnarsson, f.v. ritstjóri Morgunblaðsins.
Tengt efni:
https://www.fti.is/2019/01/15/landsbankinn-tilbuinn-til-solu/
https://www.fti.is/2019/01/13/fjarmalakerfid-a-ad-vera-traust-og-thjona-samfelaginu-a-hagkvaeman-og-sanngjarnan-hatt/