Fyrrverandi yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi greiddi í nóvember á síðasta ári sekt upp á 100 þúsund krónur vegna vændiskaupa. Ríkissaksóknari upplýsti lögreglustjórann á Vesturlandi í byrjun júní um að þáverandi yfirlögregluþjónn væri til rannsóknar vegna ætlaðs brots gegn almennum hegningarlögum. Hann lét af störfum mánuði síðar.
Fram kemur á vef RÚV að maðurinn hafi á mánudag verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir slagsmál sín og annars lögreglumanns í Vestmannaeyjum og jafnframt komi fram í þeim dómi að hann hafi í nóvember gengist undir sektargreiðslu upp á 100 þúsund krónur vegna brots gegn kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga.
.
Fréttastofa RÚV óskaði í kjölfarið eftir upplýsingum frá ríkissaksóknara um hvort og þá hvenær lögreglustjórinn á Vesturlandi hefði verið upplýstur um að yfirmaður hjá honum væri grunaður um brot gegn hegningarlögum. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir í svari sínu til fréttastofunnar að lögreglustjórinn hafi verið upplýstur um það í byrjun júní að yfirmaðurinn sætti rannsókn vegna ætlaðs brots gegn 1. málsgrein 206. grein hegningarlaga. Sem segir að sá er greiðir eða heitir greiðslu eða annars konar endurgjaldi fyrir vændi skuli sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári.
Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Vesturlandi, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu RÚV að viðkomandi yfirmaður hafi beðist lausnar þann 1. júlí síðastliðnum sem hann hafi fallist á samdægurs.
Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Vesturlandi, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu RÚV að viðkomandi yfirmaður hafi beðist lausnar þann 1. júlí síðastliðnum sem hann hafi fallist á samdægurs.
Umræða