Fljúgandi hálka er víða, og t.d. á höfuðborgarsvæðinu en frá klukkan átta í morgun hafa að minnsta kosti ellefu manns leitað á bráðamóttöku Landspítalans vegna hálkuslysa og segir Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku að viðbúið sé að fleiri leiti þangað þegar líður á daginn skv. samtali við rúv.is.
Enn hefur enginn þurft að leggjast inn en helstu áverkar þeirra sem hafa leitað á bráðamóttöku eru beinbrot, handleggs og axlarbrot og höfuðhögg. Þá hefur fréttastofa rúv fengið ábendingar víða að um varasamar aðstæður, þar sem jörð er þakin snjó ofan á klaka sem myndaðist eftir rigningu í gær. Mikil hálka er víða í bæjarfélögum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Hjalti Már hvefur fólk eindregið til að fara varlega og nota mannbrodda sé þess kostur, jafnvel þótt ekki sé gengið nema stuttan spöl, svo sem út í bíl.
Umræða