No Result
View All Result
Vel er fylgst með rennsli Hvítár og Ölfusár enda hafa verðurfarslegar aðstæður verið þannig undanfarna daga að líkur eru á að krapi og ís myndist á þeim og reyndar fleiri ám á Suðurlandinu öllu að sögn lögreglunnar á svæðinu.
Ísstífla sem myndaðist vestan við Laugadælaeyju í gær er lítil og afrennsli beggja vegna við hana. Jafnframt er állinn austan við eyjuna alveg opinn og því lítill þrýstingur á þessa stíflu. Myndirnar hér meðfylgjandi voru teknar við eyjuna fyrir hádegi í dag.
Jafnframt þessu hafa aðstæður víðar verið myndaðar í dag og reglulega er fundað með sérfræðingum veðurstofu um það sem efst er á baugi á hverjum stað hverju sinni.

No Result
View All Result