-1.2 C
Reykjavik
Þriðjudagur - 7. febrúar 2023
Auglýsing

Þrír flutt­ir með sjúkra­flugi eftir bíls­lys

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Þrír voru fluttir með sjúkraflugi til Reykjavíkur eftir bílslys á Hólavegi í Hjaltadal um klukkan fjögur í dag. Tveir bílar úr gagnstæðri átt skullu saman á veginum. Ekki er vitað um líðan fólksins, en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi vestra er enginn í lífshættu.

Aðstæður á veginum ekki góðar, snjór og hálka. Tveir voru í öðrum bílum en einn í hinum. Fólkið var flutt með sjúkrabílum á Sauðárkrók og þaðan með sjúkraflugi til Reykjavíkur.