Tilkynnt var um umferðaróhapp á Suðurlandsvegi við Lækjarbotna á fjórða tímanum í nótt. Vörubifreið með eftirvagn valt á hliðinna en ekki er skráð slys á fólki.
Farmurinn ( fiskur / slor ) mun hafa dreifst á akbrautina og utan vegar. Óskað var eftir aðstoð krana til að koma vagninum aftur á hjólin og vegagerðar / saltara vegna hálku sem hefur myndast. Einnig var haft samband við björgunarsveit til að reyna björgun á verðmætum að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni.
Umræða