Einn stálheppinn spilari í Svíþjóð vann 1. vinning í EuroJackpot og hlýtur rúmlega 7 milljarða króna óskipt í vinning.
Þá skipta sex spilarar með sér 2. vinning og hlýtur hver rúmlega 49,5 milljónir króna. Fjórir miðanna voru keyptir í Finnlandi, einn í Þýskalandi og einn í Noregi. Tíu miðhafar voru svo með 3. vinning og fær hver rúmar 10,5 milljónir í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir í München í Þýskalandi, Münster í Þýskalandi, Póllandi, Slóvakíu, Noregi, Spáni og þrír miðar voru keyptir í Varsjá.
Enginn var með 1. vinning í Jóker en tveir hlutu 2. vinning. Þeir heppnu voru annars vegar í áskrift og hins vegar miðahafi í gegnum lotto.is
Umræða