Átt þú kannski milljónir hjá okkur?
Íslensk getspá leitar að milljónamæringum en þrír vinningshafar eiga enn eftir að gefa sig fram.
Vinningsmiðarnir voru seldir á eftirfarandi stöðum:
Dalbotni á Seyðisfirði, Olís Stykkishólmi og N1 Egilsstöðum.
Tveir heppnir áskrifendur voru með 1. vinning í Lottó útdrætti kvöldsins. Þeir skipta því með sér pottinum og fær hvor 8,3 milljónir króna í sinn hlut. Þá voru þrír með bónusvinninginn og fá þeir 129 þúsund krónur fyrir. Miðarnir voru keyptir í Happahúsinu í Kringlunni, Mini Market á Reykjavíkurvegi og sá þriðji var í áskrift.
Einn heppinn miðahafi var með allar tölur í réttri röð í Jóker í kvöld og hlýtur 2 milljónir króna í vinning. Miðinn var keyptur á Shellskálanum Þorlákshöfn. Tveir spilarar voru með 2. vinning og fá 100 þúsund krónur fyrir en báðir miðhafar keyptu miða hér á lotto.is.