Frá miðnætti hafa mælst um 500 jarðskjálftar á Reykjanesskaganum og mældist enginn skjálfti yfir 3,0 að stærð. Virknin var mest í Fagradalsfjalli og rétt austan við Þorbjörn.
15. mars Kl. 22:32 varð skjálfti af stærð 4,3 við NA-vert Fagradalsfjall. Veðurstofunni hafa borist tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist á Reykjanesskaga, Höfuðborgarsvæðinu og uppí Borgarfjörð. Þetta er stærsti skjálfti dagsins á svæðinu, en alls hafa um 1800 jarðskjálftar mælst þar í dag, þar af voru sjö þeirra 3,0 eða stærri. Virknin í dag hefur að mestu leyti verið við Fagradalsfjall og í kvöld hafa flestir skjálftar verið staðsettir við NA-vert Fagradalsfjall.
Kröftug jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga þann 24. febrúar og er farið nánar yfir framvindu hrinunnar hér í frétt