Bjarni Jónsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir það hafa verið stórkostlega stund þegar mikil samstaða náðist í Evrópuráðinu um að vísa Rússum úr því samkvæmt frétt rúv.is.
„Það var stórkostleg stund hér áðan þegar það var samþykkt með 216 atkvæðum samhljóða að víkja þeim úr ráðinu og jafnframt að gefa skýr skilaboð til ráðherranefndarinnar varðandi þetta einnig. Það var ánægjulegt að spjalla hér áðan við sendiherra Úkraínu sem talaði um þennan dýrmæta og mikilvæga sigur sem hefði orðið í dag,“ sagði Bjarni í viðtali við rúv.is kvöld.
Bjarni segir að á morgun verði fundað um hvernig ákvörðuninni verði fylgt eftir. 46 ríki eiga aðild að ráðinu, sem hefur meðal annars það hlutverk að standa vörð um mannréttindi. Samhliða því að Rússar segja sig úr Evrópuráðinu segja þeir sig frá mannréttindasáttmála Evrópu. Sem þýðir að eftir sex mánuði munu rússneskir ríkisborgarar ekki getað leitað til mannréttindadómstólsins.