Daníel E. Ingvarsson, varaþingmaður Vinstri grænna, sagði sig í gær úr flokknum til að mótmæla samþykkt útlendingafrumvarps dómsmálaráðherra sem varð að lögum í gær. Daníel hefur þrisvar tekið sæti á Alþingi fyrir Vinstri græn, síðast í nóvember. Hann ætlar hér eftir að vísa á næstu manneskju á framboðslistanum þegar kalla þarf inn varaþingmann. Fjallað var ítarlega um málið á vef ríkisútvarpsins:
,,Daníel er framkvæmdastjóri Samtakanna ’78. Hann segist í færslu á Facebook hafa verið andvígur frá útlendingalagafrumvarpinu frá upphafi og hafi reynt að stöðva það. „Því verð ég að bera ákveðna ábyrgð og nokkrum mínútum eftir að þingfólk Vinstri grænna kaus með þessu frumvarpi þá skráði ég mig úr hreyfingunni.“ Daníel segist ekki geta staðið á bak við hreyfingu sem samþykki að mannréttindi eins viðkvæmasta hóps samfélagsins séu skert.“
Umræða