-5.2 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 9. febrúar 2023
Auglýsing

Árangursríkt meðferðarátak gegn lifrarbólgu C vekur athygli

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Árangursríkt meðferðarátak gegn lifrarbólgu C vekur athygli

Um 650 einstaklingar hafa lokið eða eru í meðferð vegna lifrarbólgu C á grundvelli meðferðarátaks sem hófst í ársbyrjun 2016. Af þeim 473 sem lokið höfðu meðferð þegar 15 mánuðir voru liðnir af átakinu höfðu 94%  hlotið lækningu. Fjallað var um átakið á alþjóðlegu þingi í París í liðinni viku.

Á þinginu kynnti Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, niðurstöður átaksins eftir fyrstu 15 mánuði þess og hins vegar fjallaði hún um þann árangur sem sjá má meðal sjúklinga sem hafa sprautað vímuefnum i æð og leggjast inn á Vog.
Frá því að meðferðarátakið hófst hefur algengi lifrarbólgu C meðal þeirra sem leggjast inn vegna vímuefnameðferðar á Vogi og eiga sögu um neyslu vímuefna um æð lækkað um 72%. Árið 2015 var algengi smits hjá þessum hópi 43% en var komið niður í 12% árið 2017. Árangurinn sést einnig þegar nýgengi smits er skoðað meðal sjúklinga á vogi en það hefur dregist saman um 53% frá árinu 2015 – 2017.
Árangur meðferðarátaksins þykir sérstaklega markverður með hliðsjón af markmiðum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) í baráttunni gegn lifrarbólgu C (Hepatitis C elimination WHO). Vísindateymi meðferðarátaks gegn lifrarbólgu C hefur nýverið birt tvær greinar í virtum vísindatímaritum þar sem fram kemur að Ísland eigi góða möguleika á því að verða fyrst ríkja til að ná markmiðum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um 80% lækkun nýgengis lifrarbólgu C og að útrýma lifrarbólgu C sem meiriháttar heilbrigðisvá allt að 10 árum fyrr en WHO gerir ráð fyrir í sínum  markmiðum, en þar er miðað við árið 2030.
Meðferðarátak gegn lifrarbólgu C hófst hér á landi í byrjun árs 2016 og er til þriggja ára. Landspítali er ábyrgur fyrir framkvæmd verkefnisins en aðalsamstarfsaðili er sjúkrahúsið Vogur. Sóttvarnarlæknir hefur yfirumsjón með verkefninu í umboði heilbrigðisráðherra.