Meðalfellsvatn í boði fyrir handhafa Veiðikortsins 2018!
Veiðikortið hefur gert samkomulag við veiðiréttarhafa Meðalfellsvatns um að handhafar Veiðikortsins 2018 geti veitt í Meðalfellsvatni á komandi sumri.
Á sama tíma mun ekki vera hægt að kaupa önnur sumarkort í vatnið önnur en Veiðikortið.
Vatnið verður opnað fyrir veiðimönnum sumardaginn fyrsta, sem er 19. apríl n.k. eða á fimmtudaginn í næstu viku.
Þetta er eflaust mikil gleðitíðindi fyrir aðdáendur vatnsins að það sé komið aftur í kortið en Meðalfellsvatn hefur verið mjög vinsælt veiðivatn í gegnum árin.
Þess ber að geta að upplýsingar og reglur um veiði á svæðinu verður aðeins á vef okkar þar sem búið er að prenta bæklinginn fyrir 2018. Við hvetjum veiðimenn til að kynna sér veiðireglur við vatnið áður en haldið er af stað til veiða.
Umræða