Litlar breytingar er að sjá á veðrinu næstu daga nema að, eftir daginn í dag lægir nokkuð. Hins vegar frá og með Páskadegi eru spár sem benda til að hann halli sér til norðlægra átta með kólnandi veðri og ofankomu fyrir norðan en léttir til syðra. Hins vegar má þá búast við að hita fari aðeins yfir frostmark um landið sunnanvert að deginum og væri það mikil viðbrigði fyrir jafnt, fólk og skepnur sem og plöntur sem keppast þessa dagana að vakna úr vetrardvala.
En svo er aðrar spár sem eru ekki eins eindregnar í að láta kólna með norðlægum áttum. Samt gera þær líka ráð fyrir kólnun og að úrkoma myndi þá verða meira slyddukendari. Þetta skýrist allt saman þegar líður á vikuna.
Höfuðborgarsvæðið Suðaustanhvassviðri eða stormur (Gult ástand)
Suðurland Suðaustanhvassviðri eða -stormur (Gult ástand)
Faxaflói Suðaustanhvassviðri eða stormur (Gult ástand)
Breiðafjörður Suðaustanhvassviðri eða -stormur (Gult ástand)
Miðhálendið Suðaustanstormur eða -rok (Gult ástand)
Veðurhorfur á landinu
Austan 13-18 m/s og rigning, en hægari suðaustanátt og bjart með köflum fyrir norðan. Suðaustan 15-25 m/s og rigning S- og V-til kringum hádegi, hvassast við fjöll, en heldur hægari og þurrt NA-lands. Dregur úr vindi og úrkomu í kvöld, suðaustan 8-15 á morgun og áfram vætusamt S- og V-til, en þurrt að kalla um landið NA-vert. Hiti 7 til 15 stig að deginum, hlýjast fyrir norðan.
Spá gerð: 16.04.2019 04:14. Gildir til: 17.04.2019 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag (skírdagur):
Sunnan 8-15 m/s og rigning eða súld víða um land, talsverð rigning SA-lands, en lengst af úrkomulaust NA-lands. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast NA-til.
Á föstudag (föstudagurinn langi):
Suðlæg átt, 8-15 m/s og vætusamt, en þurrt að kalla N-til. Hiti 7 til 15 stig, hlýst nyrst.
Á laugardag:
Gengur í suðvestan 10-15 m/s með skúrum og kólnadi veðri, en sums staðar slydduéljum þegar líður á daginn. Bjartviðri á N- og A-landi.
Á sunnudag (páskadagur):
Suðlæg átt með rigningu eða slyddu á S-verðu landinu fram eftir degi, en snýst síðan líklega í norðaustanátt með éljum N-til um kvöldið, en rofar til syðra. Frystir inn til landsins með kvöldinu.
Á mánudag (annar í páskum):
Útlit fyrir stífa norðaustanátt með ofankomu um landið N-vert, skúrum eða éljum SA-til, en bjartviðri SV-lands. Hiti 0 til 7 stig yfir daginn, hlýjast syðst.
Spá gerð: 16.04.2019 08:32. Gildir til: 23.04.2019 12:00.