
Þrátt fyrir mikla leit fjölda aðila í Eskifirði og nágrenni er lögreglan enn engu nær um afdrif Gunnars Svans Björgvinssonar sem leitað hefur verið formlega að síðan 8. mars.
Hvarf Gunnars er fallið í skuggann af hamförum síðustu vikna en hans hefur nú verið saknað frá 24. febrúar þegar hann sást síðast við heimili sitt á Eskifirði en leit hófst þó ekki fyrr en tveimur vikum síðar. Björgunarsveitir hafa kembt fjörur og fjalllendi á víðu svæði og á hafi úti með bátum auk þess sem kafarar hafa kannað líklega staði. Sömuleiðis hefur þyrla Landhelgisgæslunnar leitað úr lofti en allt verið án árangurs hingað til.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu leikur enginn grunur á að hvarf Gunnars hafi borið að með saknæmum hætti. Fréttin birtist í Austurfrétt.
Umræða