Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað að íslenska ríkið hafi brotið gegn réttinum til frjálsra kosninga og skilvirkra réttarúrræða við alþingiskosningar 2021. Úrskurður dómstólsins var kveðinn upp í morgun. Kosningaklúðrið snérist um endurtalningu í Norðvesturkjördæmi en þá misstu fimm frambjóðendur þingsæti sitt og aðrir fimm fengu sæti.
Sem kunnugt er var töluvert misræmi á milli talninga í norðvesturkjördæmi eftir alþingiskosningarnar. Til að mynda þá fjölgar atkvæðaseðlum um tvo í endurtalningunni. Þá fækkar auðum atkvæðaseðlum um tólf milli talninga, en ógildum fjölgar um ellefu. Viðreisn missir níu atkvæði milli talninga, atkvæðum Sjálfstæðisflokks fjölgar um tíu, Miðflokkur missir fimm en Framsókn fær fimm til viðbótar. Tveir frambjóðendur, Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í kjördæminu, og Magnús Davíð Norðdahl, ooddviti Pírata, leituðu til dómstólsins. Íslenska ríkinu var gert að greiða hvorum þeirra 13.000 evrur, eða sem nemur tæpum tveimur milljónum króna.
Öll yfirkjörstjórnin var með réttarstöðu sakbornings
Inga Tryggvasyni var samt alveg kunnugt um ákvæði kosningalaga samkvæmt viðtali sem tekið var við hann þegar málið var til umfjöllunar. Þá gerði hann lítið úr gildi innsiglanna. „Þessi innsigli eru afar ómerkileg. Ef einhver vill svindla þá gera þessi innsigli ekkert gagn. Jafnvel þó það væru almennileg innsigli, ef menn ætla að svindla í kosningum þá svindla þeir í kosningum,“ sagði hann við DV og sama dag kallaði hann innsiglin „límband“ í samtali við Fréttablaðið.
Það geta verið 50 lyklar að þessu plássi, ég veit það ekki.“ Sagði Ingi Tryggvason
Í samtali við Stundina sagðist hann síðan ekki hafa minnstu hugmynd um hversu margir lyklar væru að inngöngum að salnum á Hótel Borgarnesi þar sem talningin fór fram og kjörgögn voru geymd í án innsigla. „Þetta er hluti af hótelinu, þetta er ekki húsnæði sem yfirkjörstjórn á. Það geta verið 50 lyklar að þessu plássi, ég veit það ekki.“ Sagði Ingi Tryggvason.
Framganga Inga þegar hann hefur svarað fyrir talninguna hefur vakið nokkra athygli. Á sunnudag, daginn eftir kosningar, sagðist hann í samtali við Vísir.is ekki hafa innsiglað kjörgögn eftir upphaflegu talninguna eins og kosningalög gera ráð fyrir, og bar fyrir sig hefð.
„Já, ekki innsigluð. Það hefur aldrei verið gert. Þau eru bara skilin eftir og læst inn í salinn. Svo förum við heim og hvílum okkur í smá tíma og förum aftur á staðinn. Þetta er bara vinnulag sem er búið að vera eins lengi og ég veit. Það er ekkert innsiglað, það er engin aðstaða til að innsigla þetta,“ sagði hann við Vísi.
Ingi Tryggvason hafði engar áhyggjur á meðan óviðkomandi fólk gekk inn og út um sal þar sem kjörseðlar voru geymdir
„Ég hef engar áhyggjur af geymslunni á þessum gögnum. Það er algjörlega 100 prósent og meira en það að það fór enginn inn svæðið þennan stutta tíma sem að enginn úr yfirkjörstjórn var þarna staddur,“ sagði Ingi við fréttamann RÚV þetta sama kvöld.
Þannig að þetta er eingöngu mistalning? „Eingöngu það, það er enginn vísbending um að óviðkomandi hafi farið inn á þetta svæði, það bara gerðist ekki.“
Í sömu frétt var haft eftir Kristínu Edwald, formanni landskjörstjórnar: „Þetta er bagalegt mál, þetta er mjög óheppilegt. Trúverðugleiki kosninga er auðvitað gífurlega mikilvægur og þess vegna höfum við í raun þessa þrjá öryggisventla.“
Þvert á það sem Ingi Tryggvason hafði haldið fram, var ekki 100 prósent öruggt að fólk hefði ekki farið inn á svæðið, þá voru birt myndbönd sem sýndu að fólk var að ganga inn og út um salinn yfir langt tímabil. Að auki hófst meðhöndlun atkvæða í norðvesturkjördæmi á sunnudag áður en allir meðlimir kjörstjórnar voru mættir á staðinn, og áður en umboðsmenn listanna mættu. Þeim upplýsingum var komið til lögreglu samkvæmt öruggum heimildum DV.
Kjörseðlar í öllum kjördæmum nema norðvesturkjördæmi voru innsiglaðir eftir fyrstu talningu. Hluti kjörstjórnar neitaði að undirrita fundargerð vegna talningarinnar. Minnst hluti kjörstjórnar hafði þá þegar farið í skýrslutöku hjá lögreglu vegna framkvæmdar talningarinnar en Karl Gauti Hjaltason kærði hana til lögreglu. Karl Gauti féll úr jöfnunarsæti fyrir Miðflokkinn við endurtalninguna.
Talningin kærð bæði til lögreglu og kjörbréfanefndar Alþingis
Inga Tryggvasyni, formanni yfirkjörstjórnar, var gert að greiða 250.000 króna sekt vegna ógætilegrar meðferðar kjörseðla við alþingiskosningarnar en aðrir í kjörstjórn fengu 150.000 króna sekt á mann. Ingi sagðist vita til þess að einn til viðbótar í kosningastjórninni hafi fengið bréf frá lögreglunni af sama tilefni og búast við því að allir fimm í kjörstjórninni muni fá slíkt bréf.
„Ég átti svosem alltaf von á þessu“ sagði Ingi Tryggvason, og er hann var spurður hvort að einhvern tímann hafi komið til greina að greiða sektina sagði Ingi: „Nei, aldrei nokkurn tímann“.
Staðan í þessu máli var sú að ef sakborningurinn Ingi Tryggvason hefði ekki fallist á að greiða sektina, hefði lögreglustjórinn á Vesturlandi orðið að ákveða hvort hann gæfi út ákæru og málið myndi þá rata fyrir dómstóla með hugsanlegri fangelsisvist.
Niðurstaðan varð sú að lögreglustjórinn á Vesturlandi felldi niður mál Inga Tryggvasonar, fyrrverandi formanns yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis, fyrir brot á kosningalögum. Byggði hann ákvörðun sína á lögum sem voru sett eftir kosningarnar og taldi Björn Levi Gunnarsson, þingmaður Pírata það stórfurðulegt. ,,Lögreglustjórinn hefur tekið kolranga ákvörðun, honum bar að dæma eftir gildandi lögum á þeim tíma sem brotið fór fram“ Hann sagðist næstum orðlaus vegna niðurstöðunnar. Ekki síst þar sem lögreglustjórinn vísaði ranglega til nýrra kosningalaga.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, skipaði Inga Tryggvason í embætti dómara við Héraðsdóm Reykjaness frá 31. ágúst 2020, þar sem hann starfar enn sem dómari. Árið 2006 var Ingi formaður stjórnar fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Mýrarsýslu.
Stjórnarskrárfélagið skoraði á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra til að segja af sér vegna framgöngu Alþingis gagnvart lýðræði í landinu. Formaður félagsins sagði Alþingi hafa höggið varanlegt skarð í traust kjósenda gagnvart löggjafarvaldinu.
Stjórnarskrárfélagið sendi frá sér ályktun sem var samþykkt á aðalfundi félagsins. Fram kemur í ályktuninni að félagið fordæmi framgöngu Alþingis gagnvart lýðræði í landinu og skori á forsætisráðherra að taka fulla ábyrgð á þeirri afstöðu sinni að hafa greitt atkvæði með því að nýliðnar alþingiskosningar skyldu standa, þrátt fyrir alvarleg brot á kosningalögum.
„Í ljósi atburða síðustu daga skorar félagið á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að segja af sér ef Mannréttindadómstóll Evrópu kemst að þeirri niðurstöðu að með staðfestingu kosninganna hafi Ísland gerst brotlegt gegn Mannréttindasáttmála Evrópu,“ segir í ályktuninni.
Íslandsdeild Transparency International lýsti yfir vonbrigðum með brotalöm og mögulegt lögbrot við talningu atkvæða í alþingiskosningunum og lýsyi yfir sérstökum áhyggjum af viðbrögðum Inga Tryggvasonar, formanns yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, eftir að ljóst var að lögum um framkvæmd talningar var ekki fylgt.
„Formaðurinn hefur ítrekað gert lítið úr málinu í fjölmiðlum og gefið til kynna opinberlega að hann telji skoðanir sínar og ákvarðanir ekki þurfa að byggja á lögum. Ljóst er að gáleysisleg og ólögmæt meðferð kjörgagna við talningu í Norðvesturkjördæmi getur ein og sér verið ástæða til að krefjast endurtekningar kosninganna þar,“ segir í yfirlýsingu frá Íslandsdeild Transparency í dag.
Í yfirlýsingunni segir einnig að atburðarás undanfarinna daga hafi „varpað ljósi á þá sérkennilegu og fráleitu málsmeðferð að nýkjörið Alþingi hafi endanlegt úrskurðarvald um réttmæti kosninganna“.
Þetta segir Transparency að geti „leitt til geðþóttaákvarðana þingmanna sem hagsmuna eiga að gæta“ og sé úrelt fyrirkomulag, sem Mannréttindastóll Evrópu (MDE) hafi úrskurðað gegn. Segist Transparency á Íslandi taka undir sjónarmið um að þessu verði að breyta svo fljótt sem auðið verður.
Í yfirlýsingu Íslandsdeildarinanr segir að kjörstjórnarfulltrúar verði að „umgangast þá ábyrgð sem þeim er falin af virðingu, “ bæði hvað framkvæmdina sjálfa varðar og svo framkomu og svör til almennings ef upp koma spurningar.
„Vert er að nefna að við setningu laga um kosningar til Alþingis þótti löggjafinn ástæðu til þess að leggja refsingu við því ef kjörstjórn vanrækir fyrirskipaða framkvæmd laga um kosningar til alþingis, sbr. 124. gr. laganna. Endurspeglar það þá miklu ábyrgð sem fylgir störfum við framkvæmd kosninga,“ segir í yfirlýsingu samtakanna.
Ályktun Stjónrarskrárfélgasins má lesa í heild sinni hér að neðan:
Aðalfundur Stjórnarskrárfélagsins skorar á forsætisráðherra að segja af sér.
Stjórnarskrárfélagið fordæmir framgöngu Alþingis gagnvart lýðræði í landinu og skorar á forsætisráðherra að taka fulla ábyrð á þeirri afstöðu sinni að greiða atkvæði með því að nýliðnar alþingiskosningar skyldu standa, þrátt fyrir alvarleg brot á kosningalögum.
Í ljósi atburða síðustu daga skorar félagið á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að segja af sér ef Mannréttindadómstóll Evrópu kemst að þeirri niðurstöðu að með staðfestingu kosninganna hafi Ísland gerst brotlegt gegn Mannréttindasáttmála Evrópu.
Ákvörðun Alþingis heggur stórt og varanlegt skarð í traust kjósenda gagnvart sjálfu löggjafarvaldinu, enda óumdeilt að umfangsmikil lögbrot áttu sér stað í talningu og meðferð atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Öryggisreglurnar sem brotnar voru eiga að tryggja að almenningur geti treyst niðurstöðum lýðræðislegra kosninga.
Brot Alþingis gegn lögum og grundvallarforsendum lýðræðisins er enn alvarlegra í ljósi þess að í nær 9 ár hefur þingið hunsað niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um að tillögur stjórnlagaráðs skuli vera grundvöllur nýrrar stjórnarskrár Íslands. Þar er úreltu fyrirkomulagi um að Alþingi úrskurði um eigin kosningar breytt og séð til þess aðúrskurði um lögmæti kosninga megi vísa til dómstóla.
Það að Alþingi hafi hunsað niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá í bráðum áratug, eykur enn á alvarleika þess að láta sérhagsmuni þingmanna ganga framar landslögum og þeim ríku hagsmunum sem þjóðin hefur af því að geta treyst niðurstöðum lýðræðislegra kosninga. Alþingi hefur með öðrum orðum tekið sér vald umfram það sem borgarar þessa lands vilja veita þinginu. Þessi valdtaka þingsins gengur þvert á þá grundvallarreglu að þjóðin sé uppspretta alls opinbers valds.
Valdi fylgir ábyrgð. Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, tók á móti 43.423 staðfestum undirskriftum kjósenda þann 20. október 2020 þar sem þess var krafist að úrslit kosninganna um nýja stjórnarskrá árið 2012 yrðu virt. Líkt og úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar hefur forsætisráðherra haft þessar undirskriftir að engu. Af stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er augljóst að áfram skal haldið á sömu braut og af sömu vanvirðingu við lýðræðislega stjórnarhætti og áður.
Með því að greiða því atkvæði að niðurstöður kosninga í Norðvesturkjördæmi skuli standa þrátt fyrir alvarlega annmarka og lögbrot hefur Katrín Jakobsdóttir gerst samábyrg meiri hluta þingsins. Þess vegna skorar Stjórnarskrárfélagið á hana að segja tafarlaust af sér embætti ef Mannréttindadómstóll Evrópu kemst að þeirri niðurstöðu að hún hafi með atkvæði sínu tekið þátt í að gera Ísland brotlegt gegn rétti borgara landsins til frjálsra kosninga.
Sigríður Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, sagði af sér vegna niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu svokallaða. Rétt er að Katrín Jakobsdóttir geri slíkt hið sama ef ákvörðun Alþingis fer í bága við Mannréttindasáttmálann. Æðsta handhafa framkvæmdavaldsins ber að axla ábyrgð á gjörðum sínum.
Samþykkt einróma á aðalfundi Stjórnarskrárfélagsins þann 28. nóvember 2021.