Seinni umræða um ársreikning Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 fór fram í borgarstjórn Reykjavíkur í dag. Ársreikningurinn var samþykktur en útkoma hans er mjög jákvæð fyrir Reykjavíkurborg þar sem samstæða borgarinnar skilaði 28 milljarða hagnaði
Rekstur samstæðu Reykjavíkurborgar gekk afar vel í fyrra. Samstæða borgarinnar var rekin með 28 milljarða hagnaði, en í henni eru B-hluta fyrirtæki eins og Orkuveita Reykjavíkur og Félagsbústaðir. A-hluti borgarinnar sem heldur utan um eiginlegan rekstur borgarinnar skilaði fimm milljarða afgangi.
Skuldir samstæðunnar hafa farið lækkandi mörg ár.
Skuldahlutfall samstæðunnar án skulda Orkuveitu Reykjavíkur er 83% sem er vel innan þeirra viðmiða sem sett eru um skuldir sveitarfélaga.
Samkvæmt árlegri greinargerð fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar með ársreikningi er fjárhagsleg staða borgarinnar sterk.
Sala lóða og fasteigna í borginni var talsvert umfram áætlanir í fyrra sem styrkir fjárhag borgarinnar umtalsvert og ber þess merki hversu miklar framkvæmdir eru í Reykjavík þessi misserin.
Reykjavíkurborg – lykiltölur úr rekstri A-hluta
Tekjur: 116 milljarðar króna
Gjöld: 107 milljarðar króna
EBITDA: 9,2 milljarðar króna
Eigið fé: 85,5 milljarðar króna
Veltufé frá rekstri: 9,2 milljarðar króna
Íbúafjöldi: 126.109
Skuldir samstæðunnar hafa farið lækkandi mörg ár.
Skuldahlutfall samstæðunnar án skulda Orkuveitu Reykjavíkur er 83% sem er vel innan þeirra viðmiða sem sett eru um skuldir sveitarfélaga.
Samkvæmt árlegri greinargerð fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar með ársreikningi er fjárhagsleg staða borgarinnar sterk.
Sala lóða og fasteigna í borginni var talsvert umfram áætlanir í fyrra sem styrkir fjárhag borgarinnar umtalsvert og ber þess merki hversu miklar framkvæmdir eru í Reykjavík þessi misserin.
Reykjavíkurborg – lykiltölur úr rekstri A-hluta
Tekjur: 116 milljarðar króna
Gjöld: 107 milljarðar króna
EBITDA: 9,2 milljarðar króna
Eigið fé: 85,5 milljarðar króna
Veltufé frá rekstri: 9,2 milljarðar króna
Íbúafjöldi: 126.109
Umræða