Á almennum og opnum fundi SÁÁ-klúbbsins verður vímuefnavandi unga fólksins ræddur. Fundurinn verður í Von Efstaleiti 7, fimmtudaginn 17. maí, kl. 20.00. Allir velkomnir en þó sérstaklega foreldrar.
Halldór Hauksson, sviðsstjóri meðferðar- og fóstursviðs Barnaverndarstofu og Valgerður Rúnarsdóttir forstjóri sjúkrahússins Vogs hefja fundinn með framsögu. Í þessum tveimur stofnunum er öll þekkingin og reynslan í málaflokknum. Því er ástæða til að hvetja alla sem hafa áhuga á málinu og vilja leggja því lið til að mæta. Fram munu koma nýjar upplýsingar og að vanda verða fjörugar pallborðsumræður þar sem reynt verður að svara spurningum fundarfólks.
Það er full ástæða fyrir stjórnmálamenn að mæta ef þeir vilja fylgjast með og hugsa um vandann eins og hann blasir við því fólki sem þekkinguna og reynsluna hefur.
Hvernig er ástandið? Hvert eiga ungu áfengis- og vimuefnasjúklingarnir að leita til að komast í meðferð? Hvar er fjármagnið? Hvar er ríkisstjórnin?
Fundarstjóri er Þórarinn Tyrfingsson, læknir.