,,Hraunsfjörðurinn er fullur af fiski“
Sergio Bjarni Magnusson var við veiðar í Hraunsfirði og fékk góðan afla eftir stutta stund við veiðar. ,,Ég var ad nota króka #14 strípa ca. 5cm í einu og biða svo. Það var logn, hiti og gott veður í Hraunsfirði, eins og í sumarlöndum.“ Segir Sergio Bjarni sem að stoppaði við í um tvo tíma og setti í sex fiska.
,, Hraunsfjörðurinn er fullur af fiski.“ Segir Sergio Bjarni og hlær.
Sergio Bjarni Magnusson var einnig á veiðum í Þingvalla vatni og setti þar í góðan fisk. Annars hefur vorveiðin víðast hvar gengið vel og veður verið góð og þá sérstaklega sunnan heiða.
Umræða