,,Það á að breyta kvótakerfinu á margan hátt, það er alveg galið að fólk megi ekki fara niður á bryggju og kaupa fisk í soðið af trillukörlum, sama má segja um kjötið, beint frá býli, milliliðalaus viðskipti.“ Segir Guðmundur Franklín Jónsson en hann og hans flokkur ætlar að berjast harkalega gegn núverandi kvótakerfi í kosningum. Það þarf að hlúa að litlum og meðalstórum útgerðum en við þurfum að koma böndum á stórútgerðina og hringamyndanir á Íslandi og við viljum laga kvótakerfið og stuðla að nýliðun.
,,Þegar sjómaðurinn hefur landað aflanum, þá fer fiskurinn í fiskbúðir og þar margfaldast hann í verði. Hví má fólk ekki bara koma niður á bryggju og kaupa fisk af sjómönnum? Svoleiðis sala er leyfð í mörgum löndum sem eru í tveggja klukkutíma flugfjarlægð frá okkur.
Beint frá báti eins og beint frá býli – Ódýr fiskur fyrir neytendur, það er málið. Öryrkjar og eldri borgarar og þær þúsundir sem eru atvinnulausir á Íslandi mundu geta keypt fyrsta flokks matvöru á hagstæðu verði og hollari og ferskari verður maturinn ekki. Vistvænar veiðar og enginn flutningskostnaður þegar fólk röltir að ná sér í soðningu. Þetta er málið í dag, segir Guðmundur Franklín og leggur áherslu á breytingar:
■ Handfæraveiðar í strandveiðikerfi verði frjálsar öllum íslenskum ríkisborgurum fyrir báta 10 metra að lengd og styttri og hámark sjálfvirkra handfæravinda verði fjórar fyrir einn mann í áhöfn. Jafnframt verði þeim heimilað að stunda veiði með 6 handfæravindum ef ráðinn er einn aðili aukreitis af skrá Vinnumálastofnunar.
■ Handfæraveiðar verði heimilaðar frá sumardeginum fyrsta til fyrsta vetrardags. Í ár er sumardagurinn fyrsti, 22 apríl og fyrsti vetrardagur er 23 október sem þýðir ca. 6 mánuðir.
■ Makrílveiðar verði frjálsar innan 10 sjómílna fyrir smábáta að 15 metrum.
■ Fyrirkomulag vegna veiða á grásleppu verði óbreytt (ekki kvótasett).
Discussion about this post