Athugasemdir jarðvísindamanns
Jarðskjálftavirkni heldur áfram á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrina hófst við Eldvörp um hálf tólf í gær, 15. maí. kl. 17:38 varð skjálfti 4,7 að stærð. Kl. 14:17 varð skjálfti af stærð 4,2. Skjálftinn fannst á Reykjanesskaganum og á Höfuðborgarsvæðinu. Kl. 11:35 mældist skjálfti af stærð 3,5. Skjálftinn fannst í Grindavík. Annar skjálfti mældist 3,7 að stærð kl. 12:01.
Samkvæmt GPS mælaneti á Reykjanesskaganum og InSAR gervihnattamyndum eru færslur á yfirborði jarðar sem sýna þenslumerki sem bendir til kvikusöfnunar vestur af Þorbirni, líklega vegna kvikusöfnunar. Samkvæmt frumniðurstöðum er þetta á 4-5 km dýpi.
Í ljósi kvikusöfnunar og þenslumerkja á Reykjanesi hefur VONA fluglitakóðinn verið færður frá grænu yfir á gulan.
Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum hafa lýst yfir óvissustigi Almannavarna frá og með 15. Maí og bent er á það að grjóthrun og skriður geta átt sér stað í hlíðum þegar svona skjálftar eiga sér stað og fólk beðið um að sýna aðgát á þeim svæðum.