Vefur Alþingis liggur niðri þessa stundina. Við blasa skilaboð um villu í tölvukerfi þess þegar vefur þingsins er heimsóttur.
Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður netöryggissveitarinns CERT-IS, segir í viðtali við ríkisútvarpið að verið sé að skoða málið og ekki sé vitað hvað valdi, en nefnir að hótanir hafi borist frá hópum um að stjórnsýsla landsins gæti orðið skotmark í aðdraganda leiðtogafundarins. Hóparnir heita Killnet og Noname057 og eru hliðhollir Rússum og hafa valdið usla víða á Vesturlöndum.
Fleiri vefir opinberra stofnana virðast liggja niðri. Vefur Stjórnarráðsins var til að mynda óvirkur um tíma áðan, en er nú aftur kominn í lag.
Discussion about this post