Eftirför fjölda lögreglubíla og ölvunar- og fíkniefnaakstur í Reykjavík
Fjöldi lögreglumanna á nokkrum lögreglubílum tóku þátt í eftirförinni sem að endaði með því að ökumaðurinn náðist. Hann sinnti í engu beiðni lögreglu um að stöðva og endaði eftirförin með því að bíll ökumannsins stór skemmdist í aðgerðum lögreglunnar.
Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu hafði einnig í nógu öðru að snúast í fyrri nótt og er hér stiklað á nokkrum atriðum er varða afskipti lögreglunnar af fólki. Áberandi er hve margir ökumenn voru á ferli í vímu af völdum áfengis og fíkniefna.
Klukkan 21:35 Bifreið stöðvuð í austurborginni (hverfi 108) en ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá reyndist ökumaður aldrei hafa tekið ökupróf. Um klukkustund síðar eða kl. 22:31 var bifreið stöðvuð í Skeifunni en ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá er ökumaðurinn grunaður um vörslu fíkniefna.
Höfð voru afskipti af einstakling í miðbænum en hann er grunaður um vörslu fíkniefna og kl. 00:40 var bifreið stöðvuð í miðborginni en ökumaður reyndist sviptur ökuréttindum. Bifreið var svo stöðvuð í austurborginni (hverfi 108) klukkustund síðar en ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá reyndist ökumaður sviptur ökuréttindum vegna fyrri afskipta lögreglu.
Klukkan 04:02 í nótt var svo bifreið stöðvuð í miðbænum en ökumaður er grunaður um að hafa ekið gegn rauðu ljósi. Í viðræðum við ökumann vaknaði grunur um að hann væri undir áhrifum áfengis og blés hann yfir mörkum og var hann handtekinn í kjölfarið. Ökumaðurinn var laus úr haldi lögreglu að lokinni blóðsýnatöku.
Bifreið var einnig stöðvuð á sama tíma í austurborginni (hverfi 105) en ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Þá eru ökumaður og farþegar í bifreiðinni grunaðir um vörslu fíkniefna.
Umræða