Tveggja ára skilorðsbundinn fangelsisdómur
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi fimmtuga konu í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að stela samloku úr verslun Krónunnar í maí í fyrra. Söluverð samlokunnar var 997 krónur og er greint frá því að því í ákæru ákæruvaldsins fyrir dómi. Ekki kemur fram hver framleiðslukostnaður samlokunnar var, innkaupsverð eða álagning í dómnum sem er skilorðsbundinn í tvö ár. Þá var ,,þess krafist Þess að ákærða verði dæmd til greiðslu alls sakarkostnaðar.“
Konan var dæmd í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í janúar 2019 fyrir nytjastuld, þjófnað og akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. „Með broti því sem ákærða er nú sakfelld fyrir hefur hún rofið skilorð framangreinds dóms. Þar eð refsing sú sem ákærða hefur nú unnið til fer nú fram úr sektum, í ljósi sakaferils ákærðu, ber að dæma skilorðið upp og gera ákærðu refsingu í einu lagi nú,“ segir í dómnum.
Fangelsisdómurinn yfir konunni er skilorðsbundinn til tveggja ára en ekki hefur enn komið fram hvort honum verði áfrýjað.