Frumvarp dómsmálaráðherra um að heimila sölu áfengis á framleiðslustað, var samþykkt sem lög frá Alþingi í kvöld með 54 samhljóða atkvæðum. Frumvarpið öðlast gildi 1. júlí næstkomandi. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra, sagði við atkvæðagreiðsluna að samþykkt frumvarpsins markaði tímamót.
„Það er stundum sagt að dropinn holi steininn og ég held að það eigi alveg sérstaklega við í þessu máli. Hér eru tímamót í þessum málum og ég vil fagna því alveg sérstaklega hvað það er mikil samstaða um þessar breytingar í þinginu.“
Jón sagði ljóst að löngu tímabært væri að endurskoða núgildandi löggjöf og innleiða breytingar. Nánar er fjallað um málið á rúv.is
Umræða