Viðbragðsaðilar á Suðurlandi voru kallaðir til vegna alvarlegs umferðarslyss á Þjóðvegi 1, vestan Kúðafljóts um kl. 15:50 í dag þar sem bifreiðar úr gagnstæðum áttum rákust saman. Þyrla LHG fór á vettvang til flutnings á slösuðum og tók við af sjúkrabíl sem lagði af stað til móts við þyrluna.
Vegurinn var lokaður en hjáleið var opin um Hrífunes. Ljóst er að rannsókn mun taka einhvern tíma en að henni koma, auk lögreglunnar á Suðurlandi, rannsóknarnefnd samgönguslysa og tæknideild Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu.
Umræða