Í morgun lagðist skemmtiferðaskip að bryggju á Akureyri með 470 farþega og 445 í áhöfn þar sem grunur var um að farþegi væri smitaður af Covid-19. Samkvæmt fyrirmælum sóttvarnalæknis var skipið sett í sóttkví þar til búið væri að staðreyna hvort um smit væri að ræða.
Skömmu eftir hádegið lá jákvæð niðurstaða fyrir og voru nokkrir farþegar settir í sóttkví að lokinni smitrakningu. Enginn um borð fékk að stíga á land á Akureyri en skipið stefnir að því að leggja úr höfn síðdegis áleiðis austur á firði.
Umræða