Um íslenskt lýðræði
Þegar lögfræðimenntaðir strákar og stelpur tilkynna um prófjkjör í XD hlaupa allir fjölmiðlar landsins upp til handa og fóta og taka forsíðuviðtöl og Egill Helgason rúllar niður rauða teppinu í drottningarviðtöl.

Þegar fátækur smáflokkur tilkynnir um framboð er því tekið með þegjandi þögninni. Jú það er svona minnst á það hér og þar að framboð okkar í Frjálslynda lýðræðisflokknum standi fyrir dyrum. En í óræðri þögn. Og ég viðurkenni að ég á engan rétt á drottningarmeðhöndlun þrátt fyrir rætur mínar og engan rétt á einu eður neinu.
Nema á því að fást mældur. Ég á þann rétt.
Mér blöskrar að enn þann dag í dag þegar rúmir tveir mánuðir eru til kosninga að þá fær minn flokkur ekki enn að vera með í skoðanakönnunum. Hvaða lýðræði er það? Þjónar það hagsmunum kjósenda að þagga nýtt fátækt framboð sem vill berjast gegn spillingu?
Er þetta það íslenska spillta ólýðræði í hnotskurn sem ég stend frammi fyrir og berst gegn? Hér er komin enn ein réttlætingin á framboði mínu og okkar gegn kerfisflokkunum og auðkýfingunum sem eiga þá og fjölmiðlana. Ég verð ekki þaggaður. Og við hin hundsuðu verðum ekki þögguð mikið lengur. Því lofa ég.
Discussion about this post