Íslendingar eru góðir gestgjafar og Ísland eftirsóknarvert heim að sækja. Það sýna meðal annars kannanir á upplifun erlendra ferðamanna, en meðmælaskor Íslands sem áfangastaðar er með því hæsta sem um getur.
Það er sterk vísbending um þá upplifun og gæði sem áfangastaðurinn stendur fyrir. Við þekkjum það öll á eigin skinni að gott viðmót og þjónustulund skiptir máli hvert sem maður fer. Verkefnið „Góðir gestgjafar“ undirstrikar það á jákvæðan hátt og minnir um leið á þau margvíslegu gæði sem fylgja því að taka á móti þessum góðu gestum.
.
Ferðaþjónustan er máttarstólpi í þjóðarbúinu, stærsti gjaldeyrisskapandi atvinnuvegurinn og skilaði okkur um 390 milljörðum króna í útgjöldum erlendra ferðamanna á síðasta ári. Það gefur auga leið að fyrir lítið opið hagkerfi skiptir þetta miklu máli. Það er því nauðsynlegt að halda áfram að treysta umgjörð ferðaþjónustunnar til framtíðar með sjálfbærni að leiðarljósi.“ Segir Lilja Alfreðsdóttir.
Umræða