3.8 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 2. febrúar 2023
Auglýsing

Forsætisráðherra opnar ráðstefnu gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi í Hörpu

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti í dag opnunarávarp á Reykjavík Dialogue í Hörpu, viðburði sem helgaður er baráttunni gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi. Annars vegar er um að ræða alþjóðlega ráðstefnu 16.-17. ágúst og hins vegar heimsfund aðgerðasinna og kvennasamtaka 17.-18. ágúst.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi um bakslagið sem orðið hefur í jafnréttismálum á síðustu árum og þakkaði alþjóðlegum kvennahreyfingum og aðgerðarsinnum fyrir mikilvæga  baráttu þeirra gegn kynbundnu ofbeldi:

„Það er mér mikill heiður að fá að bjóða ykkur velkomin hingað í dag. Ég hlakka til að fá að fylgjast með umræðunum, vinnunni ykkar næstu daga og fá síðan í hendur drögin að yfirlýsingu um aðgerðir til að binda enda á ofbeldi gegn konum og stúlkum til næstu fimm ára.“

Reykjavík Dialogue er samvinnuverkefni forsætisráðuneytisins og RIKK-Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands. Alþjóðleg verkefnisstjórn með þátttöku fulltrúa frá ólíkum heimshlutum skipuleggur fundinn. Ríkisstjórn Íslands styrkir viðburðinn ásamt Reykjavíkurborg og Norrænu ráðherranefndinni.

Ráðstefnan og heimsfundurinn eru opin öllum sem skrá sig. Skráning fer fram á vefsíðu Reykjavík Dialogue