Nítján ára kona, Tinna Katrín Owen, var lögð inn á taugadeild Landspítalans á föstudag eftir að hafa skyndilega lamast fyrir neðan mitti. Daginn áður fékk hún örvunarskammt af bóluefninu Moderna.
Í samtali við Vísi.is segir hún að læknar hafi ekki getað staðfest með vissu að lömunina megi rekja til bólusetningarinnar, en engin önnur orsök hefur fundist og hún hafi alla tíð verið hraust. Hún segir lækna telja lömunina tímabundna en hún er alveg máttlaus fyrir neðan mitti og finnur ekki fyrir snertingu í fótunum.
Umræða