Fréttatíminn fékk spurnir af móður sem lenti í mjög miklu tjóni vegna raka í leiguhúsnæði sem hún leigði um árabil. Bæði er um að ræða fjárhagslegt tjón og síðast en alls ekki síst heilsufarslegt tjón að sögn konunnar. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Fréttatíminn fékk, þá var aðstæðum lýst þannig að fjölskyldan hefði þurft að flýja þetta leiguhúsnæði, nánast á nærbuxunum, vegna mikils raka í fatnaði og innbúi og rottugangs.
Eftir að hafa hugsað málið vel og lengi, féllst konan sem heitir Elsam Vidis, loks á að segja sögu sína og myndir sýna þær aðstæður sem fjölskyldan hefur orðið að búa við og gefum henni orðið:
,,Ég er búinn að leigja hjá leigufélagi í um 8 ár. Í stuttu máli þá höfðum við fundið fyrir veikindum í nokkuð langan tíma, aldrei datt mér í hug að ástand í íbúð væri að hafa áhrif á heilsu okkar. Elstu dætur mínar flytja frá mér í oktober 2020 með barnabörn mín og fundu þær strax mun á sinni heilsu og mikinn mun á veikindum barnanna sinna líka.
þær einmitt pældu í því þá hvort íbúðin væri ekki að gera okkur veik. Svo í nóvember 2020 bað ég leigufélagið að athuga með leka, það kom í ljós leki inn á baði, leki frá glugga inni í stofu, raki frá háalofti vegna leka á þaki en við bjuggum á 3 hæð.
Verktakar á vegum leigufélaga komu að laga leka inn á baði og var talið að búið væri að gera við allt þar. Til að komast að leka þar, þurfti að brjóta flísar og gera gat á baði og setja svo lúgu til að fylgjast með.
þegar dagar líða, kemur í ljós að leki er enn og er hann það slæmur að hann nær niður til nágranna á 2. hæð.
Nágrannar hafa ítrekað látið vita, vegna þess að þessi leki hjá okkur er að skemma bað og veggi hjá þeim! Þau hafa einnig fundið fyrir veikindum.
Verktakar leita að raka í einu herbergi hjá mér og til þess að framkvæma verkið, létu þeir brjóta vegg og var lofað að því yrði lokað nokkru síðar en þetta var í nóvember 2020.
Fyrirtæki kom með stóra ofna til að reyna að þurrka rakann sem gekk ekki betur en svo, að í dag stendur það er enn opið og raki 100%.!
Leki frá glugga inni stofu er orðinn það slæmur að hann hefur eyðilagt stofugólf og þegar verktakar komu í desember 2020 var ákveðið að skafa af vegg vegna vatns- bungu og athuga hvort og hvar lekinn væri. Lofað var að þessu yrði lokað sem fyrst, í dag stendur þetta enn opið!
Strax í nóvember, þegar ég lét vita af þessu öllu var öllu lofað! Aldrei komu verktakar að klára verkið, veggir stóðu opnir í 9 mánuði og er rakinn í húsnæði 100% á mörgum stöðum og mygla á mörgum stöðum.
Í desember þegar mælt var fyrst, var ráðlagt leigufélagi að aðhafast sem fyrst vegna leka svo þetta yrði ekki verra. Aldrei var komið! Ég sendi reglulega póst um að þetta þyrfti að laga og að við værum öll búinn að vera veik og þyrftum að komast í aðra íbúð sem fyrst! Ekkert virtist ganga því enginn kom!
Ég bað um afslátt á leigu en leigufélagið sá ekki ástæðu til að gefa afslátt! Veikindin okkar voru ýmisleg og vorum við öll, síðustu mánuði komin á ýmis lyf til að geta verið þarna! Við vorum með ennis- og kynnholsbolgur, kláða í augum, kvef, sveppi á húð, sár í andliti, bólur, hárlos, mýgreni, hausverk, magaverk, niðurgang, liðverki, bólgur, alltaf með hita, þunglyndi, síþreytu og margt fleira. Ég get endalaust talið upp þau einkenni sem við vorum með.
Börnin misstu mikið úr skóla vegna veikinda. Rottuungar fóru að koma inn um þakrennur, við héldum fyrst að þetta væri lítil mús en fengum meindýrafræðing til að athuga þetta og setja upp gildrur og var þetta 100% rottuungi. Flugur voru margar svo ástandið var orðið virkilega slæmt.
Í svona ástandi finnst manni enginn hlusta sama hversu hátt maður talar og á endanum gefst maður upp! Ég var með vottorð frá ýmsum aðilum eins og læknum, sálfræðingum, félagsráðgjafa og fleirum og á endanum lögfræðing! En þá fyrst haggaðist málið og eitthvað fór að gerast!
Ömurlegt að þurfa að fara þá leið. Ég í raun gerði það fyrir börnin mín að fá lögfræðing því ég var að gefast upp og fanst enginn skilja hversu alvarlegt ástandið var og ég gat ekki gert ekki neitt og varð að fá hjálp.
Heilsu okkar að hraka og við föst í leiguhúsnæði sem gerir okkur veik! Fjölskylda og vinir og bara allir í kring, skildu ekki hversu hægt allt var að ganga. Leigufélag segist vera að gera allt til að redda okkur húsnæði sem hentar okkur en að ekkert sé til, né laust sem hentaði okkur!
Núna síðasta Föstudag fengum við loks tímabundið húsnæði sem er reyndar of lítið fyrir okkur og frekar hátt uppi miða við ástand mitt en ég fór í stóra bak aðgerð fyrr á þessu ári og hentar því 1-2. hæð best.
En við fengum tímabundið húsnæði á 3. hæð sem virkar reyndar eins og 4. hæð vegna stigana. En það er fyrir öllu að við erum í hreinu lofti og fáum vonandi heilsuna hægt og rólega til baka og svo vonandi kemur íbúð sem hentar okkur vel sem allra fyrst, líka uppá skólagöngu barnanna.
Því miður var ástand íbúðar orðið þannig að við þurftum nánast að ganga út eins og við vorum, því okkur var ráðlagt að taka ekkert tau, þar sem ekki hefur reynst vel að þrífa slíkt.
Allt tau sem er nokkuð mikið er ónýtt, eins og á öll rúmin en þau voru 5 talsins. Flest föt, öll handklæði, tuskur, gardínur, sængur, koddar, sængurver, útifötin, mottur, teppi, púðar, bangsar, viðar- borðstofuborð , viðar- sófaborð, eldhúsbekkur og margt fleira.
Þessi seinagangur með að koma og gera við lekann til að koma í veg fyrir rakann og mygluna er orðið RISA tjón fyrir alla. Þetta er tilfinningalegt,andlegt, líkamlega og fjárhagslegt tjón sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Við þurftum að þvo vel það sem tókst að bjarga.
Í svona tjóni er ekkert tryggt og leigufélag telur sig ekki bera ábyrgð! Heimilistrygging bætir ekki myglu og rakatjón svo við stöndum uppi með tjón sem enginn ber ábyrgð á
Við erum ekki að biðja um vorkun og er þetta bara brot af öllu sem við höfum að segja. Við vitum líka að aðrir hafa lent í svona eða jafnvel eru að standa í svona tjóni. Þetta er sárt og erfitt og þyggjum við þá hjálp sem hægt er að fá.
Ekki gaman að byrja á öðrum stað með mikið tómlegt og þurfa að versla allt sem ég því miður er ekki borganaleg fyrir og mun það taka tíma. Heilsan skiptir öllu en var okkur bent á að athuga með aðstoð og setja bankaupplýsingar ef einhver gæti misst 500-1000 krónur, margt smátt er fljótt að safnast en ég hef einmitt hjálpað öðrum þegar söfnun er og veit hvað slíkt getur hjálpað.
Ég set samt þessar upplýsingar inn með trega því mér þykir það óþægilegt en stundum skiptir allt máli. Kennitalan er: 261180-3249 og banki: 0113 26 261180.
Mig langar líka að þakka því fólki fyrir sem hefur haft samband og gefið okkur fatnað og smá innbú, Þúsund þakkir þetta er mikið metið.“