Í auglýsingaherferð sem VR stendur fyrir, er gert stólpagrín að seðlabankastjóra og hagstjórn ríkisstjórnarinnar almennt og hlegið að aðgerðum þeirra í efnahagsmálum. Þorsteinn Bachmann og Elma Lísa Gunnarsdóttir leika fréttaskýrendur og útskýra með háði hvernig yfirvöld bregðast við verðbólgunni með stýrivaxtahækkunum og áhrifum aðgerðanna á samfélagið.
- Hér er hægt að horfa á myndböndin sem um ræðir:
- Er til vandamál sem góð stýrivaxtahækkun leysir ekki? Ég bara spyr.
- Skilur þú stýrivexti? Auðvitað ekki. En engar áhyggjur, hér eru svörin.
Í gær birtist myndband á síðunni „Ég bara spyr?“ undir fyrirsögninni „Skilur þú stýrivexti? Auðvitað ekki. En engar áhyggjur, hér eru svörin.“
Þorsteinn: „Vandamálið er að fólk skilur ekki stýrivextir“
Elma „Og er það ekki bara allt í lagi?. Það sem að þú skilur ekki getur ekki skaðað þig. Annars er þetta mjög einfalt. Launahækkanir eru vextir fátæka fólksins og öfugt. Vextir eru launahækkanir ríka fólksins.“
Þorsteinn: „Rétt, svo rétt. Það er löngu kominn tími á lífskjarasamninga forstjóra og fjármagnseiganda.
Elma „Nú er sá tími kominn“
Þorsteinn „Allir glaðir“
Elma: „Allir sem kunna að samgleðjast allaveganna“
https://gamli.frettatiminn.is/17/07/2022/fatekar-fjolskyldur-kvida-haustinu-oryrkjar-og-innflytjendur-verst-staddir/?fbclid=IwAR22OZWEC_BSLRyLAtXuKCZ99YlvqXX48otAM52LwQQU-pTg8pse4VgyyN0