-2.2 C
Reykjavik
Sunnudagur - 26. mars 2023
Auglýsing

Þurftu að skafa af bílrúðum í morgun

Auglýsingspot_img
Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Hitastigið fór verulega niður í nótt og var við frostmark og kaldast inn til landsins. Dæmi er um að það hafi þurft að skafa af bílrúðum í morgun á köldustu svæðum en nú er spáð sunnan áttum. 

Hugleiðingar veðurfræðings
Sólríkur dagur framundan í flestum landshlutum í dag, en þykknar heldur upp suðvestantil á landinu með stöku skúrum þegar líður á daginn. Miklar breytingar á veðri til morguns því víðáttumikil lægð nálgast landið úr suðvestri. Vaxandi vindur í nótt og fer að rigna sunnan- og vestanlands.

Suðaustan hvassviðri eða stormur þar á morgun og talsverð rigning, en dregur úr vindi og úrkomu síðdegis. Þykknar þá upp með dálítilli vætu um landið norðaustanvert. Lægðin mun því miður verða þaulsetin hér við land og stjórna veðrinu hjá okkur út vikuna með vætu í flestum landshlutum.

Veðurhorfur á landinu
Fremur hæg breytileg átt og víða þurrt og bjart, en skýjað norðaustan og austanlands til morguns. Hiti 2 til 8 stig. Suðvestlæg átt 3-8 eftir hádegi og víða bjart, en skýjað með köflum og stöku skúrir sunnan- og vestanlands. Vaxandi suðaustanátt suðvestantil á landinu þegar líður á kvöldið. Suðaustan hvassviðri eða stormur sunnan- og vestanlands á morgun og talsverð rigning, en snýst í sunnan 8-13 með skúrum þegar líður á daginn. Mun hægari vindur og úrkomulítið um landið norðaustanvert. Hiti 9 til 14 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Austlæg átt 5-13 m/s og rigning sunnan- og austanlands, en skúrir í öðrum landshlutum. Hiti 9 til 16 stig, svalast á Austfjörðum.

Á föstudag:
Norðan 3-10 m/s og skúrir, en allhvass vindur og rigning norðvestantil. Hiti 5 til 13 stig, svalast á Vestfjörðum.

Á laugardag:
Stíf norðanátt á vesturhelmingi landsins, en mun hægari austantil. Rigning og svalt í veðri fyrir norðan, en bjart sunnan heiða og hiti að 15 stigum syðst.

Á sunnudag:
Áframhaldandi norðlæg átt með skúrum, en bjart að mestu syðra. Hiti breytist lítið.

Á mánudag:
Útlit fyrir austanátt og úrkomulítið veður. Hlýnar fyrir norðan.

SUMARIÐ BÚIÐ? – ,,10 DAGA SPÁIN ER ANSI AFGERANDI“