Tónlistarmaðurinn Haraldur Reynisson, betur þekktur sem Halli Reynis, er látinn 52 ára að aldri en hann hefði fagnað 53 ára afmæli í desember. Vísir greinir frá.
Í tilkynningu frá Ölduselsskóla sem var send á foreldra nemenda segir að andlát hans hafi borið að með skjótum hætti.
Halli Reynis starfaði lengi sem tónlistarmaður, hann gaf út sína fyrstu plötu árið 1993 og gaf alls út 8 sólóplötur á ferli sínum. Hann var menntaður grunnskólakennari og starfaði sem tónlistarkennari í Ölduselsskóla undanfarin ár.
Í tilkynningu frá Ölduselsskóla sem var send á foreldra nemenda segir að andlát hans hafi borið að með skjótum hætti.
Halli Reynis starfaði lengi sem tónlistarmaður, hann gaf út sína fyrstu plötu árið 1993 og gaf alls út 8 sólóplötur á ferli sínum. Hann var menntaður grunnskólakennari og starfaði sem tónlistarkennari í Ölduselsskóla undanfarin ár.
Umræða