Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti hafði af ökumanni sem ók eftir göngustíg í austurbænum (í hverfi 105) upp úr klukkan 18 í gær. Ökumaðurinn er grunaður um ölvunarakstur og farþegi reyndist án landvistarleyfis. Ökumaður laus eftir sýnatöku en farþeginn vistaður í fangageymslu.
Tilkynnt um líkamsárás í heimahúsi í Hafnarfirði um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Meiðsli þolanda reyndust ekki alvarleg en lagt var til hans með hnífi. Sakborningur var handtekinn á vettvangi og vistaður í fangageymslu. Málið er í rannsókn.
Alls voru 50 mál bókuð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 17 til klukkan 5 í morgun. Fjórir voru vistaðir í fangageymslu.