Hvað gengur borgarstjóra til?
Ekki er sama Álfsnes og Gufunes í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar. Þann 1. september sl. sendi Minjastofnun borgarstjóra bréf þess efnis að framkvæmdaleyfi til Björgunar í Álfsnesi yrði afturkallað vegna ólögmætrar málsmeðferðar með vísan í erindi frá stofnuninni til Reykjavíkur dags. 26. ágúst 2020. Því mótmælir umhverfis- og skipulagssviðs.
Ber nú svo við að Vegagerðin hefur óskað eftir fundi með Minjastofnun. Bréf þess efnis var lekið til kjarninn.is og það túlkað á þann hátt að ef af friðlýsingu minja í Álfsnesi yrði þá væri lagning Sundabrautar í uppnámi. Slíkt er fjarri sanni eins og margar skýrslur hafa sýnt. Þessi frasi er tugginn áfram með borgarlögmann í broddi fylkingar. En hver er hinn eini sanni skemmdarvargur Sundabrautar? Það er borgarstjóri sjálfur.
Beinum nú sjónum okkar að Gufunesi. Þar eru komnar í gang stórkoslegar framkvæmdir í vegastæði Sundabrautar eins og sjá má á myndinni sem fylgir þessari grein. Smáhýsin fimm sem kominn er grunnur að eru byggð fyrir miðri Sundabraut og Þorpsblokkin er í útjaðri brautarinnar og langt inni á veghelgunarsvæðinu. Það er langur vegur frá því að Minjastofnun sé að eyðieggja lagningu Sundabrautar þegar borgarstjóri og meirihlutinn bera sökina. Borgarstjóri lítur á Reykjavík sem ríki í ríkinu sem ekki þarf að fara að lögum.
Heimild: https://borgarsogusafn.is/sites/borgarsogusafn.is/files/atoms/files/skyrsla_139.pdf
Höfundur: Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins