-2.2 C
Reykjavik
Þriðjudagur - 7. febrúar 2023
Auglýsing

Fjöldagröf: 440 lík af börnum og fullorðnum – pyntingar, nauðganir og aftökur

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

1.000 lík hafa fundist í borginni síðan hún var frelsuð í síðustu viku

Fjöldagröf með um 440 líkum af börnum og fullorðnum hefur fundist í Izium í norðausturhluta Úkraínu. Borgin var endurheimt af rússneskum hersveitum í eldingarárás í síðustu viku, sagði háttsettur úkraínskur lögreglumaður við Sky News.

Serhii Bolvinov, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar í Kharkiv, sagði að líkin yrðu grafin upp og réttarrannsókn gerð og rannsakað hvort rússneskir hermenn hafi framið stríðsglæpina á meðan á hernámi þeirra stóð. Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, staðfesti uppgötvun grafarinnar og sagði að „málið ætti að skýrast fljótlega og nú væri verið að sannreyna upplýsingar um málið.“

Viljum að heimurinn viti hvað er í raun og veru að gerast

440 lík af börnum og fullorðnum – pyntingar, nauðganir og aftökur Stríðsglæpir rannsakaðir – Mynd: Vladimír Pútín Rússlandsforseti

„Við viljum að heimurinn viti hvað er í raun og veru að gerast og hvað rússneska innrásin í landið hefur leitt af sér“ sagði hann og bætti við: „Rússar skilja dauðann eftir alls staðar og þeir verða að bera ábyrgð á því.“

Fólkið sem fannst grafið, var með hendur bundnar fyrir aftan bak og jafnvel með snöru um hálsinn. Úkraínsk yfirvöld segja rússneska herinn hafa gerst sekan um stríðsglæpi

Anton Gerashchenko, ráðgjafi innanríkisráðherra Úkraínu sem ferðaðist til Izium með Zelensky á miðvikudag, sagði við BBC að um 1.000 lík hefðu fundist í borginni síðan hún var frelsuð í síðustu viku. „Við erum hneykslaðir að sjá eyðileggingu borgarinnar og við höfum nú þegar fundið um 1.000 og við verðum að segja að þessi harmleikur er jafnvel verri en harmleikurinn í Bucha,“ þar sem rússneskir hermenn sem flúðu af vettvangi, skildu eftir að minnsta kosti 458 lík á götum úti og í byggingum, görðum og birgðastöðvum.

New York Times skjalfesti pyntingar, nauðganir og aftökur af hendi rússneskra hermanna á almennum borgurum í Bucha, bæ nokkrum kílómetrum vestur af Kyiv.