-4.2 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 9. febrúar 2023
Auglýsing

,,Samherjamenn hafa þarna bara ruðst inn á vinnustofuna mína"

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

,,ÞAÐ GILDA ALLT AÐRAR REGLUR UM KVÓTANN Í NAMIBÍU“

Ég hef alla tíð unnið mikið og verið með sjálfstæðan rekstur í áratugi og vakna snemma alla morgna og er kominn til vinnu klukkan sex til sjö á morgnana sem er kannski ekki í frásögu færandi en í þeim krefjandi störfum sem ég sinni, er aldrei nægur tími og því gott að byrja snemma. En svona seinnipartinn, á ég það til að leggjast á legubekk sem er í vinnustofunni til þess að slaka aðeins á og þá hlusta ég á róandi sinfoníur og með þeim hætti næ ég alltaf algerri slökun og hreinsa hugann.

Þetta er kannsi ekki ósvipað og fólk sem stundar jóga gerir, slakar alveg á, hreinsar hugann og byrja svo ferskt upp á nýtt þar sem frá var horfið.
Í vikunni þá ligg ég á legubekknum og hlusta á einstaklega róandi sinfoníur eftir bestu listamenn sem uppi hafa verið og hvílíkur munaður að hreinsa hugann við þessa tónlist, það er varla hægt að lýsa tilfinningunni. Ég var þarna kominn í algera slökun og bara yfir í annan heim í hugleiðslunni,- þegar ég hrekk upp við það að einhver maður segir með frekjulegum og háum tón ,,ÞAÐ GILDA ALLT AÐRAR REGLUR UM KVÓTANN Í NAMIBÍU.“
Mér heyrðist að einhverjir menn væru komnir inn á vinnustofuna og svo er haldið áfram að rausa um eitthvað kvótamál í Namibíu og miklu púðri eytt í að útskýra að það sem hafi verið sagt sé ekki rétt og svo fram eftir götunum og eftir stutta stund, þá átta ég mig á því að Samherjamenn hafa þarna bara ruðst inn á vinnustofuna mína.
Sem betur fer ekki í eigin persónum, en í gegnum youtube rásina sem ég var að hlusta á og ég sem hafði náð að dorma aðeins í þessari góðu slökun, þar til ég vaknaði upp við þessa martröð. Ég ræddi þetta við kunningja mína og mér skilst að þetta séu keyptar auglýsingar og ung börn séu helstu hlustendur þegar myndbandið riðst inn í þætti um Stubbana og annað barnaefni.
Það verður ekkert meira hlustað á youtube hjá mér alla vega, núna er það bara Spotify án áróðurs og auglýsinga. – Góða helgi 🙂