Þyrla landhelgisgæslunnar var kölluð til Grímseyjar í gærkvöld til að sækja mann sem slasaðist þegar hann ók bifreið sinni fram af bryggju og endaði í grýttri fjöru þar fyrir neðan. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri var ökumaðurinn einn í bílnum þegar slysið varð, rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöld.
,,Umferðarslys varð út í Grímsey í gærkveldi er bifreið fór útaf vegi við Grímseyjarhöfn og endaði ofan í grýttri fjöru en vonsku veður var á vettvangi, mikill vindur og ofankoma.
Óhappið var tilkynnt lögreglu kl. 21:43 og var strax óskað eftir sjúkraflugi og þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út. Vegna veðurs varð sjúkraflugvél Mýflugs frá að hverfa en þyrla Landhelgisgæslunnar lenti út í Grímsey um hálf tvö í nótt og var ökumaður fluttur á bráðamóttöku SAk til aðhlynningar. Þess má geta að ökumaður var einn í bifreiðinni og er ekki vitað um meiðsli og líðan hans á þessari stundu.“ Segir í tilkynningu lögreglunnar.
Umræða