Votlendissjóður er á sýningunni Íslenskur Landbúnaður 2022 sem fer fram í Laugardalshöll nú um helgina. Þau sem vilja kynna sér hvaða tækifæri liggja í endurheimt votlendis úthaga eru velkomin a bás B5 á meðan sýningin er opin.
Votlendissjóðurinn er tilnefndur til til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Votlendissjóðurinn er sjálfseignarstofnun sem er rekin á framlögum frá samfélagslega ábyrgum fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum.
Endurheimt votlendis stöðvar losun koltvísýringsígilda, eflir líffræðilega fjölbreytni, fuglalíf og bætir vatnsbúskap. Þema verðlaunanna í ár er „Náttúrumiðaðar lausnir – alhliða svar við hinum stóru umhverfisáskorunum samfélagsins.” Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs eru veitt starfsemi eða einstaklingi á Norðurlöndum sem sett hefur fordæmi með því að samþætta virðingu fyrir umhverfinu í starfi sínu, eða með því að sýna frumkvæði á annan hátt að sértækum aðgerðum umhverfinu til góða.
Umræða